Fjórir látnir eftir sprengingu á Sikiley

Af vettvangi í Sikiley.
Af vettvangi í Sikiley. AFP

Fjórir eru látnir og fimm er ennþá saknað eftir sprengingu á ítölsku eyjunni Sikiley í gærkvöldi. Fjögur íbúðahús í bænum Ravanusa hrundu til grunna vegna sprengingarinnar.

Yfirvöld rannsaka sprenginguna en grunur leikur á að gasleki hafi verið orsakavaldurinn. Gert er ráð fyrir að yfirvöld muni finna fleiri sem saknað er í dag og að fjöldi þeirra sem eru látinir og týndir muni þá breytast. 

Mikil eyðilegging

Miklar rústir standa eftir byggingarnar sem hrundu og fundu leitarhundar viðbragðsaðila tvær konur grafnar undir rústunum í dag. Þeim var báðum bjargað af slökkviliðsmönnum.

Borgarstjóri Ravanusa, Carmelo D'Angelo, biðlaði til allra borgarbúa sem eiga skóflur eða jarðýtur til að leggja hönd á plóg við að hjálpa til í björgunaraðgerðum. Um það bil fimmtíu manns voru búsett í húsunum sem hrundu í sprengingunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert