Leita eftirlifenda í rústunum

Mayfield.
Mayfield. AFP

Leit er hafin að eftirlifendum í sex ríkjum Bandaríkjanna eftir eitt versta óveður í sögu landsins. Hið minnsta 94 eru látnir og fjölda fólks er saknað. Heilu sveitarfélögin eru rústir einar eftir að um 30 hvirfilbylir fóru yfir á föstudag. 

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi í Kentucky-ríki. Þar hafa hið minnsta 80 látist og viðbúið er að tala látinna eigi eftir að hækka frekar í ríkinu.

Ekki algengir á þessum árstíma

Yfir fjörutíu manns var bjargað úr rústum kertaverksmiðju í bænum Mayfield í Kentucky, en yfir 60 hafa síðan fundist látnir í rústunum. Engin hefur fundist lifandi síðan á laugardag. 

Dauðsföll hafa einnig verið staðfest í Arkansas, Tennessee, Illinois og Missouri.

Öflugir hvirfilbylir eru ekki algengir á þessum árstíma í Bandaríkjunum.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert