Brúðkaupsmyndirnar fundust í 225 km fjarlægð

Hverfi í Dawson Springs í Kentucky er nú rústir einar.
Hverfi í Dawson Springs í Kentucky er nú rústir einar. AFP

Íbúar í Kentucky Bandaríkjunum, sem urðu fyrir barðinu á öflugum skýstrókum sem gengu yfir ríkið nýverið, hafa verið að finna persónulega muni sem óveðrið hefur feykt langar leiðir. Dæmi eru um að ljósmyndir hafi fundist í 225 km fjarlægð frá heimili fólks. 

Rúmlega 70 létu lífið þegar óveðrið gekk yfir Kentucky um liðna helgi. Að sögn yfirvalda hefur aldrei í sögu ríkisins orðið eins mikil eyðileggingu af völdum veðurs. Skýstrókarnir gengu einnig yfir Illinois, Arkansas og Tennessee.

Í umfjöllun breska útvarpsins, er sagt frá hópi fólks í Kentucky sem hefur unnið við það á samfélagsmiðlum að koma týndum munum aftur í réttar hendur. Allt frá teppum til ljósmynda. 

AFP

Michaela Copeland er á meðal þeirra sem hafa fengið ljósmyndir til baka. Hún geymdi brúðkaupsmyndirnar sínar heima hjá tengdaforeldrum sínum í Mayfield, sem er ein af þeim borgum í Kentucky sem urðu verst úti í óveðrinu. Hús tengdaforeldranna varð fyrir mjög miklum skemmdum og myndirnar voru á meðal þeirra muna sem hurfu. 

Nokkrum dögum síðar var Copeland merkt í nokkrum færslum áFacebook. Um er að ræða færslur sem fólk birti sem hafi borið kennsl á myndirnar sem voru birtar á hópnum Quad State Tornando Found Items. Copeland áttaði sig þá á því að myndirnar hefðu fundist á þremur mismunandi stöðum, þar á meðal í Breckinridge-sýslu. Það er í 225 km fjarlægð frá heimili tengdaforeldra hennar.

Eyðileggingin af völdum skýstrókanna í Kentucky var gríðarleg.
Eyðileggingin af völdum skýstrókanna í Kentucky var gríðarleg. AFP

„Þegar ég komst að þessu og var merkt á öllum myndunum sem fundust þá fékk ég gæsahúð og mér þótti þetta svo furðulegt. Það er eitt að finna eina mynd en alveg sturlað að finna þrjár,“ sagði hún í samtali við breska útvarpið. 

En það eru ekki bara ljósmyndir sem fólkið sem stendur á bak við umræddan Facebook-hóp hefur fundið og komið á framfæri. Það hefur einnig komið dýrum, bikurum og jafvel bátum til réttra eigenda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert