Senda ekki herlið til að fara í stríð við Rússa

Jake Sullivan.
Jake Sullivan. AFP

Bandaríkjamenn segjast ekki vera að senda þrjú þúsund manna herlið til Þýskalands og Austur-Evrópu til að hefja stríð við Rússa vegna Úkraínudeilunnar.

Joe Biden Bandaríkjaforseti „hefur verið skýr í marga mánuði varðandi það að Bandaríkin sendi ekki herlið til að hefja stríð við Rússa í Úkraínu,“ sagði þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, Jake Sullivan, við Fox News.

„Við sendum herlið til Evrópu til að verja umráðasvæði NATO,“ sagði hann.

Hann bætti við að „aukin stigmögnun í vígbúnaði og innrás í Úkraínu gæti gerst hvenær sem er“. Átti hann þar við Rússa sem hafa stillt upp 110 þúsund hermönnum við landamærin að Úkraínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert