Vill alla borgara heim frá Úkraínu

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur hvatt ríkisborgara Bandaríkjanna sem staddir eru í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta og segir auknar líkur á hersveitir við landamærin láti til skara skríða.

Biden sagði einnig að ekki yrði unnt að senda bandaríska hermenn til Úkraínu til þess að aðstoða Bandaríkjamenn, ráðist Rússar inn í landið.

Varaði hann við að á skömmum tíma gæti staðan orðið mjög slæm í Úkraínu. 

Yfirvöld í Rússlandi hafa neitað staðfastlega fyrir að hafa nokkrar fyrirætlanir um innrás í Úkraínu. Þrátt fyrir það eru á annað hundrað þúsund rússneskir hermenn við landamæri Rússlands og Úkraínu og heræfingar hafnar í samvinnu við Hvít-Rússa. 

Ljóst er að kraga Kreml sé sú að fyrrum sovéska ríkið Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið (NATO). 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka