Bandaríkin búin undir „aðrar sviðsmyndir“

Leiðtogarnir áttu langt símtal í dag.
Leiðtogarnir áttu langt símtal í dag. AFP

Símtal sem Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti áttu í dag, varði í eina klukkustund og tvær mínútur.

Hvíta húsið greinir frá þessu í tilkynningu. Símtalið hófst upp úr klukkan 16 að íslenskum tíma.

Söfnun herliðs Rússa við landamærin að Úkraínu mun hafa verið helsta umtalsefni símtalsins.

Úkraínskir hermenn við æfingar á fimmtudag.
Úkraínskir hermenn við æfingar á fimmtudag. AFP

Biden hafi verið ómyrkur í máli

Í tilkynningu Hvíta hússins segir að Biden forseti hafi verið skýr um það, að ef Rússland reyni frekari innrás í Úkraínu, þá muni Bandaríkin ásamt bandamönnum þeirra svara á afgerandi hátt og láta Rússland gjalda fyrir, snögglega og tilfinnanlega.

Biden er þá sagður hafa ítrekað að frekari rússnesk innrás í Úkraínu myndi valda umfangsmiklum mannlegum þjáningum og grafa undan stöðu Rússlands á alþjóðavettvangi.

„Biden forseti var ómyrkur í máli við Pútín forseta, að á meðan Bandaríkin eru enn reiðubúin að taka þátt í viðræðum, í fullri samvinnu með bandamönnum okkar og félögum, þá erum við jafn reiðubúin fyrir aðrar sviðsmyndir,“ segir í tilkynningunni.

Tundurspillir hafi neytt kafbát úr landhelginni

Háttsettur embættismaður, sem ekki vill láta nafns síns getið, tjáir AFP-fréttaveitunni að símtal leiðtoganna hafi ekki haft neinar grundvallarbreytingar í för með sér, á þeirri stöðu sem upp er komin vegna söfnunar herliðs Rússa við landamærin.

Fyrr í dag sagði rússneska varnarmálaráðuneytið að tundurspillir þess hefði orðið var við banda­rísk­an kaf­bát nærri Kúríleyj­um, inn­an land­helgi Rúss­lands, og neytt kaf­bát­inn til að yf­ir­gefa land­helg­ina.

Þegar kaf­bát­ur­inn hafi hundsað kröf­ur Rússa um að yf­ir­gefa svæðið, þá hafi áhöfn tund­ur­spill­is­ins „beitt viðeig­andi ráðstöf­un­um“. Ekki var út­skýrt nán­ar hvað átt væri við.

Frá sameiginlegri heræfingu Rússlands og Hvíta-Rússlands í Hvíta-Rússlandi í dag.
Frá sameiginlegri heræfingu Rússlands og Hvíta-Rússlands í Hvíta-Rússlandi í dag. AFP

Íslendingar hvattir til að fylgjast með

Yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um hafa hvatt alla Banda­ríkja­menn sem stadd­ir eru í Úkraínu til að yf­ir­gefa landið inn­an tveggja sól­ar­hringa.

Fleiri ríki hafa gert slíkt hið sama. Þar á meðal Dan­ir og Norðmenn og eru Íslend­ing­ar hvatt­ir til að fylgj­ast með viðvör­un­um annarra Norður­landaþjóða. Þá hafa Ástr­alir, Bret­ar, Lett­ar og Hol­lend­ing­ar einnig hvatt rík­is­borg­ara sína til að fara frá Úkraínu.

Hol­lenska rík­is­flug­fé­lagið KLM hef­ur til­kynnt að það sé hætt flug­ferðum til Úkraínu að sinni, þar til annað verður ákveðið.

Geti hafist á komandi dögum

Ný gögn voru í gær sögð benda til þess að inn­rás gæti jafn­vel haf­ist á meðan Vetr­arólymp­íu­leik­arn­ir í Pek­ing standa yfir, en þeim lýk­ur 20. fe­brú­ar.

Á blaðamanna­fundi í gær, sagði utanríkisráðherra Bandaríkjanna að stjórn­völd sæju enn „mjög uggvekj­andi merki um stig­mögn­um af hálfu Rússa, þar á meðal söfn­un nýs herliðs við úkraínsku landa­mær­in“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert