Eyðilagt 74 hernaðarskotmörk í Úkraínu

Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins, Igor Konashenkov.
Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins, Igor Konashenkov. AFP

Igor Konashenkov, talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússa, segir Rússa hafa eyðilagt 74 hernaðarskotmörk í Úkraínu, þar á meðal 11 flugvelli og bætti því við að þeir hefðu líka skotið niður herþyrlu og fjóra dróna.

Hann segir aðskilnaðarsinna vera áfram í sókn studdir rússneska flughernum, en úkraínskir þjóðernissinnar séu í vörn. Úkraínski herinn vilji samt yfirgefa átakasvæðin. Hann bætir því við að varnarmálaráðherra Rússa, Sergei Shoigu, hafi skipað rússneska hernum að „koma fram við úkraínska hermenn af virðingu.“

Pútín hóf árás á Úkraínu í nótt eftir þjóðvarávarp í sjónvarpinu sem flutt var kl. 5:40 að staðartíma Rússa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert