Bandaríkin fresta kjarnavopnaæfingu

Bandaríkin fresta æfingu sinni.
Bandaríkin fresta æfingu sinni. AFP

Bandaríkin hafa frestað kjarnavopnaæfingu sinni sem átti að fara fram í vikunni. 

Þetta gerir ríkið til þess að taka af allan vafa og sýna enn frekar fram á það að það hafi engan áhuga á kjarnorkustríði.

Þetta sagði John Kir­by, talsmaður varn­ar­málaráðuneyt­is­ Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í dag.

Kirby segir ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda en með þessu vilji Bandaríkin sýna að þau séu ábyrgt kjarnorkuveldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert