Rússneskur olíurisi kallar eftir að átökum linni

Rússneska olíufyrirtækið Lukoil hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem …
Rússneska olíufyrirtækið Lukoil hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem öllum hlutaðeigandi er vottuð samúð. Reuters

Rússneski olíurisinn Lukoil hefur kallað eftir því að átökum í Úkraínu linni – fyrirtækið er þar með fyrst rússneskra stórfyrirtækja til þess að tjá sig opinberlega gegn innrás Rússa í Úkraínu.

Í yfirlýsingu lýsir stjórn Lukoil yfir miklum áhyggjum vegna hörmunganna í Úkraínu og sendir sínar dýpstu samúðarkveðjur til allra hlutaðeigandi.

Styðja friðarviðræður

„Við köllum eftir tafarlausu vopnahléi og lýsum fullum stuðningi yfir diplómatískum friðarviðræðum,“ segir í yfirlýsingunni.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur haldið innrásinni í Úkraínu til streitu þrátt fyrir harðar efnahagslegar refsiaðgerðir vesturríkja sem hafa þegar haft áhrif á hagkerfi Rússlands.

Rúblan hefur hríðfallið í verði vegna refsiaðgerðanna og kauphöll Moskvu hefur í kjölfarið verið lokað í nokkra daga en Rússland hefur aldrei staðið verr efnahagslega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert