Segjast komnir með stjórn á 90% svæðis Lugansk

Mynd sem ríkisstjóri Donetsk, Pavlo Kirilenko, birti á Telegram í …
Mynd sem ríkisstjóri Donetsk, Pavlo Kirilenko, birti á Telegram í fyrradag sýnir eyðileggingu í Maríupol. AFP

Átök á milli rússneskra hersveita og úkraínskra standa yfir í miðborg Maríupolar sem staðsett er í Dónetsk í suðaustur Úkraínu, að sögn varnarmálaráðuneytis Rússlands. 

Segir varnarmálaráðuneytið að rússneskar hersveitir og aðskilnaðarsinnar vinni að því að komast lengra inn í borgina og berjast gegn „þjóðernissinnum“ í miðbænum. 

Varnarmálaráðuneytið bætti því við að með hjálp rússneskra hermanna hafi rússneskir aðskilnaðarsinnar í Lugansk-héraðinu „frelsað meira en 90% af yfirráðasvæði lýðveldisins“. Er þar vísað til hins sjálfskipaða lýðveldis Lugansk sem er þó opinberlega enn hluti af Úkraínu. Stjórnvöld í Rússlandi viðurkenndu sjálfstæði Lugansk þann 21. febrúar síðastliðinn, í aðdraganda innrásarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert