John Lee nýr leiðtogi Hong Kong

John Lee fagnar kjörinu í gær ásamt eiginkonu sinni Janet.
John Lee fagnar kjörinu í gær ásamt eiginkonu sinni Janet. AFP

Fyrr­ver­andi yf­ir­maður ör­ygg­is­mála sem hafði um­sjón með bar­átt­unni gegn lýðræðis­hreyf­ingu í Hong Kong hef­ur verið skipaður nýr rík­is­stjóri heima­stjórn­ar­inn­ar.

Nefnd skipuð fólki sem er hliðhollt kín­versk­um stjórn­völd­um stóð á bak við skip­un Johns Lee, sem er 64 ára, í embættið, en hann var eini fram­bjóðand­inn.

Hann tek­ur við stjórn­inni af Carrie Lam. 

Eft­ir stutta leyni­lega kosn­ingu í morg­un, greiddu 99 pró­sent nefnd­ar­inn­ar (sem tel­ur 1.416 manns) með skip­un hans í embættið á meðan átta greiddu at­kvæði gegn því, að sögn emb­ætt­is­manna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka