Hægri-flokkarnir komnir með yfirhöndina

Svíþjóðardemókratar eru hæstánægðir með stöðuna eins og hún er.
Svíþjóðardemókratar eru hæstánægðir með stöðuna eins og hún er. AFP

Leikar hafa snúist við í Svíþjóð, en nú þegar rúmur helmingur atkvæða hefur verið talinn leiðir hægri-blokkin.

Jafnaðarmannaflokkur Magdalenu Anderson, forsætisráðherra, hefur enn mest fylgi, með rúmlga þrjátíu prósent atkvæða. Aftur á móti hafa Svíþjóðardemókratar haldið áfram að sækja í sig veðrið og eru næst stærsti flokkurinn, með 20,7 prósenta atkvæða.

Miðað við stöðuna núna virðast Svíþjóðardemókratar hafa bætt við sig tíu þingsætum frá síðasta kjörtímabili. 

Hægri-flokkarnir hafa nú samanlögð 175 sæti, en vinstri-flokkarnir 174. Eru það Svíþjóðardemókratar, Moderatarna, Kristilegir demókratar og Frjálslyndi flokkurinn. 

Útgönguspár gerðu ráð fyrir að vinstri-flokkarnir hefðu betur, en ljóst er að úrslitin munu ráðast af örfáum atkvæðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert