„Þetta er mjög tæpt“

Jonas Eriksson og Elsa Alm kvíða þess sem kann að …
Jonas Eriksson og Elsa Alm kvíða þess sem kann að koma úr kjörkössunum. mbl.is/Gunnlaugur

Spennan er áðþreifanleg á kosningavöku sænskra jafnaðarmanna (Socialdemokraterna). Þar heyrast aðeins raddir fullar af áhyggjum yfir því sem kann að koma upp úr kjörkössunum.

Flokkurinn kann að bæta við sig tveimur prósentustigum frá síðustu kosningum og komast yfir 30% fylgi, en alls er óljóst hvort grundvöllur verður fyrir myndun ríkisstjórnar með Magdalena Andersson sem áframhaldandi forsætisráðherra.

Kjörstaðir loka klukkan átta að staðartíma og hafa ungliðar jafnaðarmanna hringt út stanslaust í allan dag

Óhugnanlega jafnt

„Þetta er mjög tæpt en ég vona að hægt verði að mynda ríkisstjórn undir forystu Magdalenu Andersson,“ segir Elsa Alm. Hún kveðst bíða spennt eftir niðurstöðum kosninganna.

Jonas Eriksson tekur undir með Elsu og segir mjög tæpt milli fylkinga. „Staðan er svipuð og fyrir fjórum árum. Þá fengum við minna fylgi en í könnunum.“ Bæði eru þau sammála um að þeim þyki óhugnanlegt hve ófyrirsjáanlegar niðurstöðurnar eru að þessu sinni.

Hringt var í kjósendur fram eftir kvöldi.
Hringt var í kjósendur fram eftir kvöldi. mbl.is/Gunnlaugur

Óörugg

„Ég finn fyrir miklum óróleika. Það er svo mikið undir í þessum kosningum, bæði á sviði mannréttinda og lýðræðis,“ segir Jolina Gustafsson. „Ég held að við og margir aðrir höfum ekki alveg áttað okkur á hve mikið sé í húfi.“

„Ég er mjög óöruggur,“ segir Jonas Larsson. Hann telur kosningarnar verða afgerandi fyrir framtíð lýðræðisins í Svíþjóð.

Afstaða gesta á kosningavöku jafnaðarmanna endurspegla þá afstöðu sem þeir hafa tíundað fyrir og í kosningabaráttunni um samstarf hægriflokkannna við Svíþjóðardemókratanna.

Jolina Gustafsson og Jonas Larsson.
Jolina Gustafsson og Jonas Larsson. mbl.is/Gunnlaugur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka