Vinstri heldur velli samkvæmt spánni

Sænski demókrataflokkurinn mælist næststærstur í spá sænska ríkisútvarpsins.
Sænski demókrataflokkurinn mælist næststærstur í spá sænska ríkisútvarpsins. AFP

Niðurstöður úr útgönguspá sænska ríkisútvarpsins fyrir kosningarnar í Svíþjóð liggja fyrir. Samkvæmt þeim heldur ríkisstjórnin velli með 176 sætum, en stjórnarandstaðan fær 173 sæti. 

Jafnaðarmannaflokkurinn mælist stærstur, með 29,3 prósenta fylgi. Sænski demókrataflokkurinn mælist næst stærstur, með 20,5 prósenta fylgi. 

Miðflokkurinn mælist með 7,7 prósent, Vinstriflokkurinn með 7 prósent og Græningjar með 5,2 prósent. Frjálslyndi flokkurinn hlaut 4,7 prósent atkvæða í könnuninni. 

Útgönguspá sænska ríkisútvarpsins byggir á svörum ellefu þúsund kjósenda, rétt eftir að þeir greiddu atkvæði. Ekki er því um opinberar tölur að ræða, en almennt þykir spáin gefa nokkuð góða vísbendingu um úrslit kosninga.

Fréttastofan heimsótti 105 kjörstaði í dag, og 55 kjörstaði utan kjörfundar. 

Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjar, Mið- og Vinstriflokkurinn, mynda svokallað vinstra bandalag, og miðað við útgönguspá fá þeir samanlagt nauman meirihluta, eða 50,6 prósent atkvæða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka