Svíþjóðardemókratar sagðir sigurvegarar

Jimmie Åkesson fagnar góðum kosningaúrslitumm.
Jimmie Åkesson fagnar góðum kosningaúrslitumm. AFP/Jonathan Nackstrand

Svíþjóðardemókratar eru sagðir sigurvegarar sænsku þingkosninganna í þarlendum fjölmiðlum. Þegar 95% atkvæðanna hafa verið talin eru þeir næststærsti flokkur landsins með 20,6% atkvæða og þarf hægriblokkin á stuðningi þeirra að halda ætli hún að stjórna landinu.

Svíþjóðardemókratar eru þjóðernissinnaður flokkur, langt til hægri, undir stjórn hins umdeilda Jimmie Åkesson.

Sósíaldemókrataflokkurinn er stærsti flokkur Svíþjóðar með 30,5% atkvæða samkvæmt bráðabirgðatölum. Jafnaðarmannaflokkurinn er orðinn sá þriðji stærsti með 19,1% fylgi, að því er SVT greinir frá. 

Um 47 þúsund atkvæði skilja að hægri- og vinstriblokkina. Hægri blokkin er með 175 þingsæti á móti 174 hjá þeirri vinstri og því er mjótt á munum. 

Útlit er fyrir að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en á miðvikudag, en bíða þarf niðurstöðu úr talningu utankjörfundaratkvæða.

Ulf Kristersson, formaður íhaldsflokksins Moderatarne og leiðtogi hægriblokkarinnar, sagði að þrátt fyrir að niðurstöður kosninganna gætu breyst væri hann tilbúin að „mynda nýja og sterka ríkisstjórn“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka