Undanþágur í Rússlandi vegna herkvaðningar

Margir bíða eftir því að komast akandi frá Rússlandi yfir …
Margir bíða eftir því að komast akandi frá Rússlandi yfir til Finnlands. AFP/Sasu Makinen

Fólk sem starfar í tölvuþjónustu og bönkum, auk fréttafólks sem vinnur fyrir ríkið getur fengið undanþágu vegna herkvaðningar í Rússlandi sem tilkynnt var um á miðvikudaginn.

Þetta kemur fram í frétt BBC.

Varnarmálaráðuneyti Rússlands tilkynnti í dag að atvinnurekendur þurfi að setja saman lista með starfsfólki sem getur fallið undir undanþáguna og senda listann síðan til ráðuneytisins.

Í kringum 300.000 almennir borgarar í Rússlandi eiga í hættu á að vera kallaðir í herinn til að aðstoða við innrás Rússa í Úkraínu.

Raðir hafa mynd­ast víða við landa­mæri Rúss­lands þar sem karl­ar reyna að yf­ir­gefa landið til að kom­ast hjá herkvaðningu vegna Úkraínu­stríðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert