Sunak tekur ekki þátt í COP27

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, fyrir utan Downing-stræti 10 í London …
Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, fyrir utan Downing-stræti 10 í London á miðvikudaginn. AFP/Justin Tallis

Rishi Sunak, nýr forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að talsmaður hans tilkynnti í gær að Sunak myndi ekki taka þátt í loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi (COP27) í næsta mánuði. Ástæðuna segir hann vera „nauðsynlegar skuldbindingar innanlands“.

Síðasta loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP26) var haldin í Bretlandi á síðasta ári en þar var áhersla lögð á mikilvægi þess að helstu leiðtogar í heiminum væru viðstaddir til þess að ræða loftlagsbreytingar.

Ákvörðun Sunaks var tilkynnt á sama degi og Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því að að óbreyttu sé heimurinn líklegur til að hitna um 2,6 gráður, hugsanlega með voveiflegum afleiðingum.

Til stóð að fyrirennari Sunaks, Liz Truss, myndi sækja ráðstefnuna í Egyptalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert