Samkomulag um loftslagshamfarasjóð

Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, og Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, og Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. AFP/Mohammed Abed

Samkomulag hefur náðst á COP27-loftslagsráðstefnunni um stofnun loftslagshamfarasjóðs til að standa straum af tjóni sem lönd í viðkvæmri stöðu verða fyrir vegna loftslagshamfara.

Evrópusambandið hafði áður hafnað tillögum Egypta á ráðstefnunni, en heimildarmaður ESB hefur nú staðfest að málið hafi verið samþykkt.

Ráðstefnan, sem hefur staðið yfir frá 6. nóvember, var framlengd um einn dag eftir tillögu ESB um að setja upp sjóðinn gegn því að þróunarlöndin myndu draga meira úr losun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka