Pútín mun ekki hitta Biden á Balí

Vladimír Pútín.
Vladimír Pútín. AFP/Sergei Bobylyov/Sputnik

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, mun ekki taka þátt í leiðtoga­fundi G20-ríkj­anna, tutt­ugu helstu iðnríkja heims. 

Fund­ur­inn fer fram á Balí í Indó­nes­íu í næstu viku. Þetta staðfesti sendi­ráð Rúss­lands í Jakarta, við frétta­stofu AFP í morg­un.

Áður höfðu ekki feng­ist staðfest­ing­ar á því að Pútín hygg­ist ekki mæta á fund­inn. Hefði komið til þátt­töku Pútíns, hefði hann verið und­ir sama þaki og Joe Biden Banda­ríkja­for­seti í fyrsta sinn frá inn­rás Rússa í Úkraínu. 

Síðan þá hef­ur Biden kallað Pútín stríðsglæpa­mann og tekið fyr­ir að funda með Pútín í Balí, hefði hann kosið að mæta, nema til að ræða sér­stak­lega stöðu banda­rískra fanga í Rússlandi. 

„Ég get staðfest að ut­an­rík­is­ráðherra Ser­gei Lavr­ov mun leiða sendi­nefnd Rúss­lands á G20 fund­in­um. Aðkoma Pútíns er enn í skoðun, mögu­legt er að hann taki þátt í gegn­um fjar­funda­búnað,“ sagði Yulia Tomskaía, prótó­kol­stjóri sendi­ráðsins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert