Samkomulag í höfn á COP27

Sameh Shukri (í miðjunni), utanríkisráðherra Egyptalands flytur ræðu á ráðstefnunni …
Sameh Shukri (í miðjunni), utanríkisráðherra Egyptalands flytur ræðu á ráðstefnunni við dynjandi lófaklapp. AFP/Joseph Eid

Samkomulag náðist á loftslagsráðstefnunni COP27 í Egyptalandi í morgun um stofnun loftslagshamfarasjóðs sem er ætlað að aðstoða þjóðir í viðkvæmri stöðu við að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga.

Vonbrigði voru þó uppi að lokinni ráðstefnunni um að ekki hafi tekist að ná árangri í að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Sherry Rehman, loftslagsráðherra Pakistans, sagði að COP27 hafi „brugðist við röddum þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu, þeirra sem hafa orðið fyrir skaða og þeirra sem hafa gleymst í heiminum“.

„Þessi vegferð hefur verið þyrnum stráð síðustu þrjátíu árin en í dag í Sharm el-Sheik [egypsku borginni] hefur fyrsti jákvæði áfanginn náðst,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka