Grænlendingar skipta um tímabelti

Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.
Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Á næsta ári mun Grænland skipta um tímabelti sem kallast UTC-2.

Sermitsiaq.AG greinir frá þessu en grænlenska þingið samþykkti tillögu landstjórnar þess efnis.

Með breytingunni mun Grænland færist einni klukkustund nær Evrópu og einum klukkutíma fjær tímabelti Norður-Ameríku. Því mun vera þriggja klukkustunda tíma munur í báðar áttir, en tveggja tíma munur verður á Íslandi og Grænlandi. 

Litið til Íslands

Er tillagan var til meðferðar í þinginu voru meðal annars rannsóknir frá Íslandi um áhrif breytingarinnar skoðaðar. 

Þá segir í frétt grænlenska fjölmiðilsins að rannsóknir hérlendis hafa sýnt að ungmenni fái ekki nægan svefn, þar sem að landfræðilega séu við ekki á réttu tímabelti. 

Breytingin á Grænlandi tekur gildi 25. mars klukkan 22 þegar sumartíminn gengur í garð. Hins vegar mun vetrartími ekki taka gildi í október 2023 ólíkt því sem þekkist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert