Kærir Meta vegna morðsins á föður sínum

Borg­ara­styrj­öld­in í Eþíópíu hófst í nóv­em­ber árið 2020.
Borg­ara­styrj­öld­in í Eþíópíu hófst í nóv­em­ber árið 2020. AFP/Yasuyoshi Chiba

Ákæra hóps í Eþíóp­íu sak­ar al­góriþma sam­fé­lags­miðils­ins Face­book um að kynda und­ir út­breiðslu hat­urs og of­beld­is í borg­ara­styrj­öld­inni í rík­inu. 

BBC grein­ir frá því að Abr­ham Meareg, son­ur fræðimanns sem var skot­inn til bana eft­ir að hafa orðið fyr­ir of­sókn­um á Face­book, er á meðal þeirra sem stefn­ir Meta. Fyr­ir­tækið rek­ur meðal ann­ars Face­book og In­sta­gram. 

Hóp­ur­inn krefst tveggja millj­arða doll­ara, eða um 280 millj­arða króna, í sjóð handa fórn­ar­lömb­um hat­ursorðræðu sem birst hef­ur á Face­book vegna breyt­inga á al­góriþman­um. Málið er nú hjá hæsta­rétt í Ken­ía.

Lá sjö tíma með skotsár á jörðinni

Faðir Meareg var skot­inn til bana 3. nóv­em­ber árið 2021 er hann var á leið heim til sín. Hót­an­ir morðingj­anna komu í veg fyr­ir að vitni komu mann­in­um til aðstoðar er hon­um blæddi út. Hann lést sjö tím­um síðar á jörðinni. 

Áður en faðir Meareg var skot­inn birt­ust færsl­ur með meiðyrðum og per­sónu­leg­um upp­lýs­ing­um um hann á Face­book. 

Færsl­urn­ar voru til­kynnt­ar til Face­book, en að sögn Meareg voru þær ein­ung­is tekn­ar niður þegar það var orðið of seint. 

„Ef Face­book hefði bara hætt að breiða út hat­ursorðræðu og fylgst með færsl­um al­menni­lega, þá væri faðir minn enn á lífi,“ sagði Meareg.

Hann sagðist vilja sjá til þess að eng­in fjöl­skylda myndi þjást líkt og fjöl­skylda hans hef­ur gert og óskaði eft­ir af­sök­un­ar­beiðni frá Meta. 

Meta seg­ist hafa fjár­fest mikl­um pen­ing­um í að fjar­læga hat­ursorðræðu af miðlum þeirra. 

Borg­ara­styrj­öld­in í Eþíóp­íu hófst í nóv­em­ber árið 2020 og hef­ur leitt til víðtækr­ar eyðilegg­ing­ar og grimmd­ar­verka. Þúsund­ir hafa lát­ist og millj­ón­ir eru á flótta. Þá hef­ur styrj­öld­in leitt til þess að marg­ir íbú­ar eru á barmi hung­urs­neyðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert