Ástandið við landamæri Serbíu veldur áhyggjum

Friðarliðar eru nú staddir í Kósovó.
Friðarliðar eru nú staddir í Kósovó. AFP

Evrópusambandið og Bandaríkin hafa hvatt yfirvöld í Serbíu og Kósovó að ræða saman í þeim tilgangi að draga úr þeirri spennu sem ríkir á milli ríkjanna.

Forsætisráðherra Serbíu óttaðist á dögunum að vopnuð átök myndu brjótast út.

Bandaríkin og ESB vinna nú með Aleksandar Vucic, forsætisráðherra Serbíu, og Albin Kurti, forsætisráðherra Kósovó að því að finna lausn á deilum landanna, en Serbar í Norður-Kósovó eru afar ósáttir eftir að þeim var gert að taka upp bílnúmer merkt Kósovó.

Mörg hundruð opinberir starfsmenn Kósovó af serbneskum uppruna sögðu upp störfum í kjölfar þessa. Yfirvöld í Kósovó hafa hætt við áformin en spennan á milli hópanna ríkir enn. 

Skotárásir hafa verið gerðar á lögreglu Kósovó og hermenn Serbíu hafa verið í viðbragðsstöðu síðustu vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka