Sjálfsævisaga sem verður „engri annarri lík“

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Bor­is John­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, vinn­ur nú að sjálfsævi­sögu sinni sem verður „engri ann­arri lík“ að sögn Ar­ab­ellu Pike, út­gáfu­stjóra hjá Harper Coll­ins, sem hef­ur tryggt sér rétt­in að sögu John­sons. 

„Ég hlakka til að vinna með Bor­is John­son er hann rit­ar sína upp­lif­un af því að gegna embætti for­sæt­is­ráðherra á ein­um af merk­ustu tím­um Bret­lands í seinni tíð,“ sagði Pike. 

Eng­inn út­gáfu­dag­setn­ing hef­ur verið gef­in út, né hvað John­son munu fá fyr­ir skrif­in en bú­ist er við að upp­hæðin verði um­tals­verð.

John­son er 58 ára gam­all. Hann sagði af sér sem for­sæt­is­ráðherra í sept­em­ber en stuðnings­menn hans vilja þó ein­dregið sjá hann aft­ur í embætti. John­son dró sig hins veg­ar úr for­mannsslag Íhalds­flokks­ins í októ­ber. 

Frá ár­inu 2015 hef­ur John­son unnið að ævi­sögu William Shakespeare fyr­ir út­gef­and­ann Hodder & Stoug­ht­on. Útgáfu þeirr­ar bók­ar hef­ur ít­rekað verið frestað þrátt fyr­ir að John­son hafi þegar fengið dágóða summu fyr­ir bók­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka