Morðingi Everard dæmdur fyrir að bera sig á almannafæri

Fyrrverandi lögreglumaðurinn, Wayne Couzens.
Fyrrverandi lögreglumaðurinn, Wayne Couzens. AFP/Metropolitan police

Fyrrverandi lögreglumaðurinn, Wayne Couzens, hefur verið dæmdur í 19 mánaða fangelsi fyrir að bera sig á almannafæri, til viðbótar við lífstíðarfangelsið sem hann var dæmdur í fyrir morðið Söru Ever­ard. 

Couzens, notaði lög­reglu­skil­ríki sín til að hand­taka hina 33 ára Ever­ard er hún var á gangi heim til sín í suður­hluta London 3. mars árið 2021. Hann sakaði hana um að hafa brotið regl­ur í tengsl­um við Covid-19, hand­járnaði hana, setti hana inn í bíl­inn sinn og nauðgaði henni. Þá kyrkti Couzens hana og kveikti í líkinu í skóg­lendi um 96 kíló­metr­um suðaust­ur af London.

Couzens játaði fyrir dómi í dag að hafa berað kynfæri sín á almannafæri fyrir konum í nóvember árið 2020 og febrúar árið 2021. 

Hefði verið hægt að koma í veg fyrir morðið

„Fjórum mánuðum eftir að þú beraðir þig fyrir mér, nauðgaðir þú og myrtir saklausa konu,“ sagði eitt fórnarlamba Couzens í yfirlýsingu fyrir dómi. 

Þá sagði hún að lögregla hafi ekki tekið atvikinu alvarlega er hún tilkynnti það. Mögulega hefði verið hægt að bjarga Everard ef það hefði verið gert. 

„Hryllingurinn sem gerðist mun fylgja mér restina af ævinni,“ sagði fórnarlambið. 

Dómarinn í málinu sagði að sú staðreynd að Couzens hafi komist upp með athæfið hafi einungis ýtt undir þá hugmynd hans að hann væri ósigrandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert