Haraldur svarar Musk

Elon Musk og Haraldur Þorleifsson hafa verið að skylmast á …
Elon Musk og Haraldur Þorleifsson hafa verið að skylmast á Twitter. Haraldur vildi fyrst fá að vita hvort hann væri enn starfsmaður Twitter eður ei, sem kom síðan í ljós að hann væri ekki. Haraldur fer þá fram á að Musk geri upp við hann ógreidd laun. Samsett mynd

Twitter-deila Haraldar Þorleifssonar og Elon Musk, forstjóra Twitter, heldur áfram eftir að Musk svaraði Haraldi heldur kuldalega fyrr í dag, þar sem hann m.a. efaðist um hans vinnuframlag og heilsufar.

Í nýjum þræði gefur Haraldur sér tíma til að útskýra fyrir Musk að hann sé með vöðvarýrnunarsjúkdóm og með hvaða hætti sjúkdómurinn hefur áhrif á hans líf. Haraldur tekur einnig fram að hann eigi frábæra fjölskyldu sem hann njóti lífsins með. 

Þá fer hann á stökki yfir sinn starfsferil, eða frá því hann stofnaði stafræna hönnunarfyrirtækið Ueno fyrir níu árum. Hann segist hafa lagt mikla vinnu í að byggja fyrirtækið upp sem skilaði árangri þannig að fyrirtækið dafnaði og stækkaði. Eftir sjö ára þrotlausa vinnu ákvað hann svo að selja fyrirtækið og ganga til liðs við Twitter. 

„Ég kom þegar fyrirtækið [Twitter] var að vaxa hratt. Þú gerðir eiginlega hið gagnstæða. Það var margt í gangi. Fyrirtækið glímdi við ýmiskonar vandamál, en aftur á móti, það á við flest stærri fyrirtæki. Og jafnvel lítil fyrirtæki, eins og Twitter er í dag,“ skrifar Haraldur og skýtur fast á Musk. 

Haraldur vonar að þessar upplýsingar séu fullnægjandi og spyr Musk að lokum hvort hann muni ekki láta sig vita hvort hann ætli að borga ógreidd laun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert