Vilja hækka lágmarksaldur fyrir rafskútur

Maður á rafskútu í frönsku borginni Marseille.
Maður á rafskútu í frönsku borginni Marseille. AFP/Clement Mahoudeau

Frakkar munu að öllum líkindum hækka lágmarksaldur þeirra sem mega nota rafskútur úr 12 í 14 ára.

Samgönguráðherra landsins greindi frá þessu í morgun.

Ríkisstjórnin er sögð ætla að kynna nýja reglugerð í dag um rafskútur þar sem lögð er til hækkun lágmarksaldurs og hærri sektir ef tvær manneskjur eru á þeim á sama tíma, eða úr rúmum 5 þúsund krónum í  20 þúsund.  

„Við vitum að í einu slysi af hverjum fimm eru tveir notendur á farartækinu í einu,“ sagði Clement Beaune, samgönguráðherra Frakklands, við dagblaðið 20 Minutes.

„Það er mikilvægt að það sé ljóst að þau eru ekki leikföng.“

Clement Beaune.
Clement Beaune. AFP/Ludovic Marin

Hægt er að leigja rafskúturnar í gegnum öpp eins og Lime, Dott og Tier í 200 bæjum víðs vegar um Frakkland og sýnist sitt hverjum um farartækin.

Kjósendur í París verða á sunnudaginn beðnir um að taka þátt í atkvæðagreiðslu, sem er skipulögð af borgaryfirvöldum, um hvort banna skuli rafskútur þar í borg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert