Kviknaði í rafmagnshlaupahjóli í Breiðholti

Tveir dælubílar voru sendir á vettvang og búið er að …
Tveir dælubílar voru sendir á vettvang og búið er að slökkva eldinn. mbl.is/Eyþór

Eldur kom upp í rafmagnshlaupahjóli í Bökkum í Breiðholti núna fyrr í kvöld. Búið er að slökkva eldinn.

Þetta segir Davíð Friðjóns­son, aðstoðar­varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu.

Tveir dælubílar voru sendir á vettvang og búið er að slökkva eldinn. Rafmagnshlaupahjólið var í hjólageymslu en tjónið var aðeins bundið við rafmagnshlaupahjólið, að sögn Davíðs. 

Slökkviliðsmenn eru enn að störfum við að reykræsta geymsluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert