Banna þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída.
Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída. AFP/Chris duMond/Getty Images

Ron DeS­ant­is, rík­is­stjóri Flórída, und­ir­ritaði lög í gær sem banna nán­ast allt þung­un­ar­rof eft­ir sjöttu viku meðgöngu. 

„Við erum stolt af því að styðja við rétt­in til lífs og fjöl­skyld­una í Flórída-ríki,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu DeS­ant­is. 

Ef fóst­ur er ekki á lífi, heilsa móður er í hættu eða ef um nauðgun, man­sal eða sifja­spell er að ræða hafa kon­ur kost á þung­un­ar­rofi en ein­ung­is ef meðgang­an er kom­in styttra en 15 vik­ur á leið. 

Annað sinn á inn­an við ári

Hvíta húsið for­dæmdi lög­in og sagði þau skerða grund­vall­ar­rétt­indi Banda­ríkja­manna. 

„Bannið kem­ur í veg fyr­ir að um fjór­ar millj­ón­ir kvenna í Flórída sem eru á barneigna­aldri hafi kost á þung­un­ar­rofi eft­ir sex vik­ur, áður en marg­ar kon­ur vita að þær eru ófrísk­ar,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu Kar­ine Jean-Pier­re, fjöl­miðlafull­trúa Hvíta húss­ins. 

Frum­varpið var samþykkt með 70 at­kvæðum gegn 40 í neðri deild rík­isþings Flórída.

Þetta er í annað sinn á inn­an við ári sem þingið skerðir rétt kvenna til þung­un­ar­rofs. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert