Um 25 friðargæsluliðar á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) særðust í norðurhluta Kósovó í dag þegar þeir lentu í átökum við serbneska mótmælendur sem kröfðust þess að nýkjörnir bæjarstjórar af albönskum uppruna yrðu fjarlægðir úr embætti.
Kósovó lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Serbar í Kósovó, sérstaklega í norðri, hafa hafnað sjálfstæði Kósovó frá Serbíu. Það hafa þeir gert meðal annars með því að taka ekki þátt í kosningum en í nýliðnum sveitastjórnarkosningum var kjörsókn í sumum bæjum í norðurhluta landsins undir 3,5%.
Þar sem kosningaþátttaka var ekki mikil náðu Albanir stjórn á sveitarstjórnum. Því mótmæltu Serbarnir í dag.
NATO hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins, en í henni segir að friðargæsluliðar hafi orðið fyrir „tilefnislausum árásum“.
Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að bandalagið telji árásirnar óafsakanlegar en að friðargæsluliðar muni halda áfram að sinna störfum sínum.
#KFOR statement pic.twitter.com/kfYybyqC2G
— NATO Kosovo Force - KFOR (@NATO_KFOR) May 29, 2023
#NATO strongly condemns the unprovoked attacks against @NATO_KFOR troops in northern #Kosovo, which led to a number of them being injured. Such attacks are totally unacceptable. #KFOR will take all necessary actions to fulfil its UN mandate. https://t.co/A7p6ovxsLN
— Oana Lungescu (@NATOpress) May 29, 2023