Hvetur leiðtoga ríkjanna til að draga úr spennu

Friðargæsluliðar á veg­um NATO í bænum Zvecan í Norður-Kósovó, þar …
Friðargæsluliðar á veg­um NATO í bænum Zvecan í Norður-Kósovó, þar sem að Serbar hafa meðal annars mótmælt. AFP/Armend Nimani

Josep Bor­rell, ut­an­rík­is­mála­stjóri ESB, hvatti leiðtoga Kósovó og Serbíu til að draga tafarlaust úr spennu á milli ríkjanna í dag. Þá sagði hann átökin í Norður-Kósovó „algjörlega óviðunandi“. 

Um 30 friðargæsluliðar á veg­um NATO særðust í gær er þeir lentu í átök­um við serbneska mót­mæl­end­ur sem kröfðust þess að ný­kjörn­ir bæj­ar­stjór­ar af al­bönsk­um upp­runa yrðu fjar­lægðir úr embætti.

Borell hefur rætt við Albin Kurti, forsætisráðherra Kósovó, og Alexander Vucic, forseta Serbíu, og sagði þeim að koma í veg fyrir frekari átök. 

„Ég bað leiðtogana að grípa strax til aðgerða til þess að draga úr spennu.“

Josep Bor­rell, ut­an­rík­is­mála­stjóri ESB.
Josep Bor­rell, ut­an­rík­is­mála­stjóri ESB. AFP/Christine Olsson/TT News Agency

Borrell sagði að yfirvöld í Kósovó þyrftu að stöðva aðgerðir lögreglu sem beinast að opinberum byggingum í Norður-Kósovó og að serbneskir mótmælendur ættu að hætta aðgerðum sínum. 

Þá sagði hann að ESB væri að ræða mögulegar aðgerðir ef átökunum linnir ekki. 

Kó­sovó lýsti ein­hliða yfir sjálf­stæði frá Serbíu árið 2008. Ser­bar í Kó­sovó, sér­stak­lega í norðri, hafa hafnað sjálf­stæði Kó­sovó frá Serbíu. Það hafa þeir gert meðal ann­ars með því að taka ekki þátt í kosn­ing­um en í nýliðnum sveita­rstjórn­ar­kosn­ing­um var kjör­sókn í sum­um bæj­um í norður­hluta lands­ins und­ir 3,5%. Þar sem kosn­ingaþátt­taka var ekki mik­il náðu Al­ban­ir stjórn á sveit­ar­stjórn­um. 

Um 30 friðargæsluliðar á veg­um NATO særðust í gær.
Um 30 friðargæsluliðar á veg­um NATO særðust í gær. AFP/STR
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka