Boris Johnson villti um fyrir breska þinginu með visvítandi hætti vegna veisluhalda í Downingstræti 10 á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð, þegar hann var forsætisráðherra Bretlands.
Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar breska þingsins vegna Partygate-málsins svokallaða. Fram kemur að Johnson hefði verið vikið í 90 daga úr starfi sem þingmaður fyrir „endurtekna“ óvirðingu við þingið, hefði hann ekki sagt af sér sem þingmaður í síðustu viku.
Johnson hefur vísað skýrslunni á bug og segir hana „langdregna pólitíska aftöku“.