Sjálfsævisaga sem verður „engri annarri lík“

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, vinnur nú að sjálfsævisögu sinni sem verður „engri annarri lík“ að sögn Arabellu Pike, útgáfustjóra hjá Harper Collins, sem hefur tryggt sér réttin að sögu Johnsons. 

„Ég hlakka til að vinna með Boris Johnson er hann ritar sína upplifun af því að gegna embætti forsætisráðherra á einum af merkustu tímum Bretlands í seinni tíð,“ sagði Pike. 

Enginn útgáfudagsetning hefur verið gefin út, né hvað Johnson munu fá fyrir skrifin en búist er við að upphæðin verði umtalsverð.

Johnson er 58 ára gamall. Hann sagði af sér sem forsætisráðherra í september en stuðningsmenn hans vilja þó eindregið sjá hann aftur í embætti. Johnson dró sig hins vegar úr formannsslag Íhaldsflokksins í október. 

Frá árinu 2015 hefur Johnson unnið að ævisögu William Shakespeare fyrir útgefandann Hodder & Stoughton. Útgáfu þeirrar bókar hefur ítrekað verið frestað þrátt fyrir að Johnson hafi þegar fengið dágóða summu fyrir bókina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert