Meta tapaði máli í Noregi

Meta lét reyna á réttmæti dagsekta fyrir Héraðsdómi Óslóar og …
Meta lét reyna á réttmæti dagsekta fyrir Héraðsdómi Óslóar og fá þeim hnekkt þar til efnislegur dómur gengi í málinu en hafði ekki erindi sem erfiði. AFP/Lionel Bonaventure

Meta, eig­andi samfélags­miðils­ins Face­book, tapaði í dag máli sínu gegn Per­sónu­vernd Nor­egs, Data­til­synet, fyr­ir Héraðsdómi Ósló­ar og var gert að greiða eina millj­ón norskra króna, jafn­v­irði 12,5 millj­óna ís­lenskra króna, í dag­sekt­ir til Per­sónu­vernd­ar frá 14. ág­úst að telja fyr­ir að fylgj­ast með net­umferð Face­book-not­enda og birta þeim aug­lýs­ing­ar sniðnar að henni.

Að auki var Meta gert að greiða 235.200 krón­ur í sak­ar­kostnað, jafn­v­irði tæp­lega þriggja millj­óna ís­lenskra króna, en for­saga máls­ins er sú að Per­sónu­vernd lagði í júlí bráðabirgðabann við aug­lýs­ing­um af þessu tagi á Face­book og In­sta­gram þar sem þær teld­ust ský­laust brot gegn friðhelgi einka­lífs not­enda.

Kveðast þurfa næði

Úrsk­urðaði Per­sónu­vernd við sama tæki­færi að brot gegn bann­inu vörðuðu dag­sekt­um er hæf­ust 14. ág­úst og gætu staðið allt að þrjá mánuði. Meta höfðaði þá mál til að fá dag­sekt­un­um hnekkt á meðan réttað yrði um lög­gildi banns­ins en lög­menn Meta telja að fara skuli með málið á sama hátt og á Írlandi þar sem viður­kennt er að um lög­brot fyr­ir­tæk­is­ins sé að ræða en ekki verði hafðar uppi refs­ing­ar gagn­vart fyr­ir­tæk­inu að sinni.

Hef­ur verið sett upp tíma­áætl­un með írsku per­sónu­vernd­inni um hvenær Meta skuli láta af hátt­semi sinni en sú tíma­áætl­un er þó ekki bind­andi. Kveðast tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins þurfa að fá næði til að vinna að mál­inu og biðja um að þeim verði ekki bannað neitt í millitíðinni.

„Við gleðjumst mjög yfir niður­stöðu rétt­ar­ins, þetta er stór­sig­ur fyr­ir friðhelgi einka­lífs­ins,“ er haft eft­ir Line Coll, for­stjóra Per­sónu­vernd­ar Nor­egs, í frétta­til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu og Tobi­as Judin, sviðsstjóri alþjóðasviðs, tek­ur í sama streng.

„Þetta er ná­kvæm niðurstaða með nota­drjúg­um ákvörðunum. Það gleður okk­ur mjög að dóm­stóll­inn fellst á sjón­ar­mið okk­ar,“ er haft eft­ir Judin í frétta­til­kynn­ing­unni.

Dagsa­visen

E24

Ber­gens Tidende

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert