Bandaríkin fordæma hryðjuverkin – 133 látnir

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir hryðjuverkaárás sem framin var í Moskvu í gær. Fjórir vopnaðir menn skutu að minnsta kosti 133 manns til bana en tala látinna hefur farið hækkandi með deginum.

„Við fordæmum hvers kyns hryðjuverk og stöndum með rússnesku þjóðinni, sem syrgir nú þá sem týndu lífinu í þessum hörmulega atburði.“

Bandarísk stjórnvöld greindu frá því í gærkvöldi að þau hefðu gert rússneskum stjórnvöldum viðvart um grun um hryðjuverk þar í landi fyrr í mánuðinum en þau hafi verið hunsuð.

Utanríkisráðherra Rússlands vísar því á bug og spurði á hvaða grundvelli Bandaríkin gætu haldið slíku fram. Hafi þau upplýsingar um slíkt ættu þau að deila þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert