Tala látinna hækkar enn

Maður vottar fórnarlömbum árásarinnar virðingu sína í Crocus City í …
Maður vottar fórnarlömbum árásarinnar virðingu sína í Crocus City í dag. AFP/Olga Maltseva

Alls hafa 137 fundist látnir eftir hryðjuverkaárás Ríkis íslams á Crocus City-tónleikahöllina í Moskvu í Rússlandi á föstudagskvöld.

Vopn og skotfæri hafa fundist í rústum tónleikahallarinnar.

„Lík 137 manna, þar af þriggja barna, hafa fundist á vettvangi,“ segir í yfirlýsingu rannsóknarnefndar á vegum rússneska ríkisins.

Búið er að bera kennsl á 50 þeirra látnu en leit verður haldið áfram næstu daga í rústum tónleikahallarinnar.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur lýst yfir þjóðarsorg í dag en víða um Moskvu og aðrar borgir eru minningarathafnir vegna fórnarlamba árásarinnar.

Lýst hefur verið yfir þjóðarsorg í Rússlandi í dag.
Lýst hefur verið yfir þjóðarsorg í Rússlandi í dag. AFP/Stringer
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert