Segir mennina hafa reynt að flýja til Hvíta-Rússlands

Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir ódæðismennina í Moskvu upphaflega hafa ætlað …
Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir ódæðismennina í Moskvu upphaflega hafa ætlað að flýja til Hvíta-Rússlands. AFP

Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta Rússlands, segir hryðjuverkamennina í Moskvu hafa reynt að flýja til Hvíta-Rússlands eftir ódæðið.

Hryðjuverkamennirnir sem ábyrgir eru fyrir stórfelldum fjöldamorðum í tónleikahöll í Moskvu á föstudaginn eru nú í haldi rússneskra stjórnvalda.

Lúkasjenkó segir þá hafa ætlað að sleppa frá Rússlandi með því að fara fyrst til Hvíta-Rússlands, en hafi neyðst til að snúa við vegna varðstöðva við landamæri ríkjanna tveggja.

Dregur úr trúverðugleika staðhæfinga Pútíns

„Þess vegna gátu þeir ekki komist inn í Hvíta-Rússland. Þeir áttuðu sig á því. Þess vegna sneru þeir við og fóru á inn á landssvæði á landamærum Rússlands og Úkraínu,“ sagði Lúkasjenkó.

Þykir þessi fullyrðing Lúkasjenkó draga enn frekar úr trúverðugleika staðhæfinga Pútíns Rússlandsforseta um að hryðjuverkamennirnir hafi ætlað sér að fara til Úkraínu að ódæðunum afloknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert