Átta handteknir út af færslum á netinu

Lögreglan að störfum í Viktoríu-garði í hverfinu Causeway Bay í …
Lögreglan að störfum í Viktoríu-garði í hverfinu Causeway Bay í Hong Kong í morgun. Þar hefur fólk iðulega safnast saman til að minnast atburðanna á Torgi hins himneska friðar. AFP/Peter Parks

Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið áttundu manneskjuna vegna færslna á samfélagsmiðlum þar sem þess er minnst að á morgun verða 35 ár liðin frá atburðunum á Torgi hins himneska friðar.

Handtakan er áframhald á aðgerðum lögreglunnar sem hófust fyrir tæpri viku síðan gegn hópi sem var sakaður um að hafa birt „skaðlegar” færslur á netinu til að „notfæra sér viðkvæman dag sem brátt rennur upp”.

Sá sem var handtekinn er 62 ára karlmaður sem er grunaður um að hafa framið „afbrot í tengslum við skaðleg áform”. Þau sjö sem höfðu áður verið handtekin voru sökuð um sama afbrot.

Fólkið á yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi, samkvæmt nýjum öryggislögum í Hong Kong, verði það fundið sekt í málinu.

Victoria-garður í Causeway Bay í Hong Kong.
Victoria-garður í Causeway Bay í Hong Kong. AFP/Peter Parks
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert