Fagnar sögulegu láni til Úkraínu

Olaf Scholz Þýskalandskanslari á fundi leiðtoga G-7 ríkjanna.
Olaf Scholz Þýskalandskanslari á fundi leiðtoga G-7 ríkjanna. AFP

Olaf Scholz Þýskalandskanslari fagnar nýju láni til Úkraínu sem hann segir sögulegt.

Þetta segir Scholz á leiðtogafundi G7-ríkjanna sem er haldinn í dag og þar sem lánið var samþykkt.

Lánið nemur 50 milljörðum dala og er hagnað af frosnum eignum Rússa varið til að fjármagna það.

Lánið grundvöllur fyrir Úkraínu

„Lánið er skýrt merki til Rússlandsforseta um að hann geti ekki einfaldlega setið þetta mál út,“ segir Scholz á fundinum sem haldinn er á Ítalíu.

„Grundvöllurinn hefur verið gerður fyrir Úkraínu til þess að útvega allt sem það þarf [...] í náinni framtíð hvað varðar vopn en einnig hvað varðar fjárfestingu í uppbyggingu eða í orkumannvirkjum,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert