Melania Trump ver þungunarrof

Melania Trump.
Melania Trump. AFP

Mel­ania Trump, fyrr­ver­andi for­setafrú Banda­ríkj­anna, lýs­ir yfir ein­dregn­um stuðningi við rétt­indi til þung­un­ar­rofs í vænt­an­leg­um end­ur­minn­ing­um sín­um, að því er The Guar­di­an grein­ir frá í dag.

Um­mæl­in eru and­stæðar af­stöðu eig­in­manns henn­ar, Don­alds Trump, en málið er eitt af lyk­il­mál­um í banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um þar sem Trump er í bar­áttu við Kam­elu Harris um for­seta­stól­inn.

Mel­ania Trump seg­ir að brýnt sé að tryggja að kon­ur hafi sjálfræði við að ákveða að þær vilji eign­ast börn og séu laus­ar við hvers kyns af­skipti eða þrýst­ing frá stjórn­völd­um.

Um­mæli henn­ar eru frá­brugðin þeirri skoðun Trumps að ríkj­um inn­an Banda­ríkj­anna eigi að vera frjálst að ákveða eig­in tak­mark­an­ir á þung­un­ar­rofi.

„Hvers vegna ætti ein­hver önn­ur en kon­an sjálf að hafa vald til að ákveða hvað hún ger­ir við eig­in lík­ama? Grund­vall­ar­rétt­ur konu til ein­stak­lings­frels­is, á eig­in lífi, veit­ir henni heim­ild til að binda enda á meðgöngu ef hún vill,“ seg­ir Mel­ania Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert