Pútín: „Ég held að það sé góð hugmynd“

Pútín sagðist ekki geta talað fyrir Kína en að Rússar …
Pútín sagðist ekki geta talað fyrir Kína en að Rússar „gætu náð samkomulagi við Bandaríkin, við erum ekki á móti því“. AFP/Pool/Mikhail Metzel

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti sagðist í dag styðja til­lögu Don­alds Trumps um að Rúss­land, Banda­rík­in og Kína lækki öll út­gjöld til varn­ar­mála um helm­ing.

„Ég held að það sé góð hug­mynd. Banda­rík­in myndu skera niður um 50 pró­sent og við mynd­um skera niður um 50 pró­sent og síðan myndi Kína gera það sama ef það vildi,“ sagði Pútín í sjón­varps­viðtali.

8,7 pró­sent af lands­fram­leiðslu

Rúss­ar hafa aukið hernaðarút­gjöld gríðarlega frá því að þeir hófu inn­rás sína í Úkraínu árið 2022 sem eyk­ur hag­vöxt en einnig verðbólgu.

Pútín sagði á síðasta ári að út­gjöld til varn­ar­mála og ör­ygg­is­mála myndu ná um 8,7 pró­sent­um af lands­fram­leiðslu fyr­ir árið 2024.

Hann sagðist ekki geta talað fyr­ir Kína en að Rúss­ar „gætu náð sam­komu­lagi við Banda­rík­in, við erum ekki á móti því“.

„Okk­ur finnst þetta góð til­laga og erum til­bú­in í umræðu um þetta,“ sagði hann að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert