Sólveig Káradóttir, dóttir Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, ætlar að giftast Dhani Harrison, sem er sonur Bítilsins George Harrisons heitins. Parið hefur verið saman um nokkurra ára skeið og ætla þau að ganga í hjónaband í júní. Parið býr saman í Los Angeles.
Sólveig er sálfræðingur og hefur síðan á unglingsaldri starfað við fyrirsætustörf. Dhani Harrison er tónlistarmaður og er í hljómsveitinni thenewno2.