Fullkomið að byrja að elda kvöldmat strax um morguninn

Kaffimeistarinn Tumi Ferrer var Íslandsmeistari kaffibarþjóna árið 2011.
Kaffimeistarinn Tumi Ferrer var Íslandsmeistari kaffibarþjóna árið 2011. Ljósmynd/Aðsend

Tumi Ferrer er einn mesti kaffisérfræðingur landsins en hann er kaffiristari og kaffiþjálfari á Talormade í Ósló í Noregi. Matur og drykkur er helstu áhugamál Tuma. Þegar kemur að því að drekka góðan kaffibolla finnst mörgum nauðsynlegt að eiga fallegan bolla en Tumi er sáttur á meðan hann brennir sig ekki á puttunum

Hvað borðar þú í morgunmat?

„Morgunkorn eða jógúrt. Eitthvað létt og einfalt áður en ég legg af stað í vinnuna.“

Er eitthvað betra en gott morgunkorn?
Er eitthvað betra en gott morgunkorn? Ljósmynd/Unsplash.com/Tamas Pap

Hvert er uppáhaldsveitingahúsið þitt?

„Dill.“

Hvaða borg er í uppáhaldi og af hverju?

„Kaupmannahöfn. Sennilega vegna þess hve oft ég hef komið þangað og get leyft mér að gera það sem mér dettur í hug án þess að gera nein stór plön.“

Kaupmannahöfn.
Kaupmannahöfn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hvað gerir þú á góðum degi þegar þú vilt dekra við þig?

„Elda. Ef ég hef allan daginn frían finnst mér ideal að undirbúa kvöldmatinn strax um morguninn: fletta upp uppskriftum, kaupa í matinn, láta malla á lágum hita, baka brauð, opna vínflösku.“

Hvað er það dýrasta sem þú hefur keypt í eldhúsið þitt?

„Kaffikvörn. Ég hef átt sömu kvörnina í 15 ár og skipt út varahlutum eftir þörfum. Hún skiptir mig meira máli en allt kaffidótið sem ég hef sankað að mér á ævinni.“

Finnst þér skipta máli að drekka kaffi eða vín úr fallegum bollum og glösum?

„Ég er ekkert voðalega kresinn þegar kemur að bollum eða glösum. Svo lengi sem það er einfalt að drekka úr kaffibollanum og ég brenni mig ekki á puttunum þegar ég held á honum, þá er ég góður. Mér voru gefin Riedel-hvítvínsglös einhver jólin og þau urðu strax go-to-glösin fyrir langflest vín og bjór sem er í uppáhaldi hjá mér.“

Falleg vínglös eru málið en Tumi á Riedel-glös.
Falleg vínglös eru málið en Tumi á Riedel-glös.

Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?

„Pleasure Activism eftir Adrienne Maree Brown.“

Bókin á náttborðinu fær fólk til að hugsa.
Bókin á náttborðinu fær fólk til að hugsa.

Hvað ertu að horfa á um þessar mundir?

„Buffy the Vampire Slayer.“

Þættirnir um vampírubanann Buffy eru klassík.
Þættirnir um vampírubanann Buffy eru klassík.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál