Nafnið Twist er óheimilt

Mannanafnanefnd hafnaði á síðasta fundi sínum nafninu Twist, hvort heldur sem karlkyns eiginnafn eða millinafn.

"Eiginnafnið Twist getur ekki talist ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands ber enginn núlifandi Íslendingur nafnið Twist í þjóðskrá og því er ekki hefð fyrir þessum rithætti," segir í niðurstöðu mannanafnanefndar um umsóknina um Twist sem eiginnafn.

Hvað umsóknina um nafnið sem millinafn varðar kemst nefndin að svohljóðandi niðurstöðu: "Nafnið Twist er ekki dregið af íslenskum orðstofnum og hefur ekki unnið sér hefð í íslensku máli. Eins og áður er getið ber enginn núlifandi Íslendingur nafnið Twist í þjóðskrá. Millinafnið Twist er ekki eiginnafn foreldris umsækjanda í eignarfalli og ekki er vitað til þess að alsystkini, foreldri, afi eða amma umsækjanda beri eða hafi borið nafnið Twist sem eiginnafn eða millinafn. Millinafnið Twist telst því ekki uppfylla ákvæði 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, hvorki sem sérstakt né almennt millinafn."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert