Barkaígræðsla vekur athygli

Tómas Guðbjartsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og hjarta- og …
Tómas Guðbjartsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og hjarta- og lungnaskurðlæknir á Landspítala. Ásdís Ásgeirsdóttir

Grein sem Tómas Guðbjartsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og hjarta- og lungnaskurðlæknir á Landspítala, vann með vísindamönnum við fremstu rannsóknastofnanir og háskóla heims um fyrstu plastbarkaígræðsluna fyrr á árinu var birt í The Lancet, einu virtasta vísindatímariti heims, í dag. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel.

Andemariam Teklesenbet Beyene, 36 ára Erítreubúi búsettur á Íslandi, greindist með krabbamein í hálsi fyrir rúmum tveimur árum að því er segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Æxlið var á stærð við golfkúlu og var farið að þrengja að öndunarvegi Beyenes. Ljóst varð að til þess að fjarlægja það þurfti jafnframt að fjarlægja hluta af barkanum sem er öllu fólki lífsnauðsynlegur.

Í ljósi þessa féllst Beyene á að gangast undir tímamótaaðgerð við Karolinska-háskólasjúkrahúsið í júní í sumar þar sem æxlið var fjarlægt og sérhannaður plastbarki græddur í hann í staðinn. Aðgerðinni stjórnaði Paolo Macchiarini, prófessor við Karolinska-stofnunina í Svíþjóð, en Tómas Guðbjartsson, læknir Beyenes, tók þátt í henni. Aðgerðin var viðamikil og tók samtals tólf klukkustundir.

Andemariam Teklesenbet Beyene sem fékk gervibarkann.
Andemariam Teklesenbet Beyene sem fékk gervibarkann. www.hi.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert