Bókhald Eirar verði skoðað betur

Hjúkrunarheimilið Eir að Fróðengi 1-11
Hjúkrunarheimilið Eir að Fróðengi 1-11 mbl.is/mar Óskarsson

Deloitte tel­ur ástæðu til að kanna frek­ar bók­hald hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Eir­ar til þess að ganga úr skugga um það hvort viðskipti eða viðskipta­hætt­ir sem telja megi óeðli­lega hafi viðgeng­ist á und­an­förn­um árum til viðbót­ar við það sem þegar ligg­ur fyr­ir. Í fram­haldi af slíkri skoðun og með hliðsjón af upp­lýs­ing­um sem þegar liggi fyr­ir þurfi að meta hvort stjórn­end­ur Ein­ar kunni að hafa farið á svig við lög í störf­um sín­um fyr­ir stofn­un­ina.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum skýrslu sem fyr­ir­tækið vann um starf­semi þess og birt var í vik­unni. Fram kem­ur í skýrsl­unni að færsla af­slátt­ar til bleiu­kaupa í bók­haldi Eir­ar hafi að mati Deloitte ekki verið í sam­ræmi við lög og al­menna bók­halds- og reikn­ings­skila­venju. Þannig hafi af­slátt­ur­inn verið færður inn á bók­halds­lyk­il (þró­un­ar­sjóð) í efna­hags­reikn­ingi í stað þess að færa hann á rekstr­ar­reikn­ing til lækk­un­ar á kostnaði vegna bleiu­kaupa.

„Sam­kvæmt okk­ar upp­lýs­ing­um var af­slátt­ur­inn fyrst færður á efna­hagslyk­il­inn 2004. Því er ekki um tæm­andi könn­un að ræða á um­fangi greiðslna úr hon­um, en við skoðuðum ein­ung­is árin 2009-2011. Við telj­um nauðsyn­legt að skoða allt tíma­bilið sem þess­ar færsl­ur áttu sér stað til að leggja mat á um­fang þess­ara viðskipta,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Ekki séð að greiðslur hafi tengst rekstri Eir­ar

Fram kem­ur enn­frem­ur að Deloitte hafi farið yfir af­rit af reikn­ing­um sem greidd­ir voru úr þró­un­ar­sjóði á ár­un­um 2009-2011. Greiðslur hafi numið sam­tals 2,7 millj­ón­um króna og verið vegna dag­pen­inga, flug­ferða gist­inga og veit­inga er­lend­is sem teng­ist fyrr­ver­andi for­stjóra Eir­ar og fjöl­skyldumeðlim­um hans, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóra stofn­un­ar­inn­ar og maka hans, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra rekstr­ar og fyrr­ver­andi starfs­manni henn­ar.

„All­ar greiðslurn­ar voru samþykkt­ar, ým­ist af fyrr­ver­andi for­stjóra og/​eða fjár­mála­stjóra. Út frá þeim gögn­um sem við skoðuðum hef­ur ekki verið sýnt fram á að greiðslurn­ar teng­ist með bein­um hætti rekstri Eir­ar og við telj­um því lík­ur á því að um óeðli­leg­ar greiðslur geti verið að ræða,“ seg­ir enn­frem­ur.

Skipu­lags­skrá og innra eft­ir­lit Eir­ar verði end­ur­skoðað

Einnig eru gerðar at­huga­semd­ir í skýrsl­unni við stjórn­sýslu Eir­ar og bent á ýmis atriði sem bet­ur mættu fara í þeim efn­um. Þannig sé til að mynda ekki eðli­legt að sami ein­stak­ling­ur sé stjórn­ar­formaður hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins og sinni á sama tíma verk­efn­um fram­kvæmda­stjóra þess þar sem slíkt geti veikt eft­ir­lit stjórn­ar með störf­um fram­kvæmda­stjóra.

Eins sé óheppi­legt að sami ein­stak­ling­ur sé formaður stjórn­ar Eir­ar og formaður full­trúaráðs. Tel­ur Deloitte ástæðu til þess að end­ur­skoða þætti í skipu­lags­skrá hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins og innra eft­ir­liti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka