Skrifstofurnar færðar í gáma

Í lok árs munu átján gámar rísa við norðurhlið Landspítalans sem munu hýsa skrifstofuaðstöðu starfsmanna en gripið er til þessa ráðs vegna plássleysis. Gámunum verður staflað upp í þrjár hæðir og munu hýsa skrifstofuaðstöðu sérfræðilækna þannig verður skapað pláss í aðalbyggingunni fyrir þjónustu. 

Einingarnar, sem verða 9 metrar að lengd og þrír metrar að breidd, munu uppfylla byggingarreglugerðir hvað varðar klæðningu og stærð glugga varðar. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs Landspítala, segir þekkt að grípa til slíkra skammtímalausna í stórfræmkvæmdum og að plássþörfin sé svo aðkallandi að grípa þurfi til slíkra aðgerða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert