Mamma bannar annað legóverkefni

Legómeistarinn Brynjar Karl er nú á lokasprettinum við að klára byggingu á sex metra langri legóeftirlíkingu af Titanic-skipinu sögufræga, eftir að hafa gengið í gegnum ýmis áföll frá því að verkefnið hófst síðasta sumar.

Hann á þó ekki von á að ráðast í annað eins verkefni í bráð þar sem mamma hans sé ekki mjög spennt fyrir því. Á næstunni mun hann flytja skipið í Smáralindina þar sem gestir verslunarmiðstöðvarinnar geta fylgst með Brynjari leggja lokahönd á fleyið.

mbl.is hitti Brynjar Karl um helgina.

Fyrri fréttir mbl.is um Brynjar Karl:

Enginn lagt í slíkt verkefni áður

6 metra legó-Titanic í fæðingu

Brynjar Karl hálfnaður með Titanic

Titanic tekur á sig mynd

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka