Frumkvæðið sé hjá ríkinu

Aníta Hinriksdóttir á sprettinum á Laugardalsvelli.
Aníta Hinriksdóttir á sprettinum á Laugardalsvelli. mbl.is/Kristinn

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, telur jákvætt að ráðherrar séu farnir að tala um Laugardalsvöll sem þjóðarleikvang.

Það er hann ekki samkvæmt skilgreiningu, en hjá ríkinu liggur tillaga starfshóps Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi menntamálaráðherra, um að hann verði slíkur. Verði af því myndi ríkið taka yfir rekstur hans af borginni.

Eins segir hann að vel sé hægt að taka undir ályktun íþróttafélaga í Reykjavík um að ekki verði frekara fé varið frá borginni til uppbyggingu áhorfendaaðstöðu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert