Þingsályktun um dekkjakurlið

Fulltrúar borgarinnar ræddu við foreldra barna í knattspyrnu um dekkjakurl …
Fulltrúar borgarinnar ræddu við foreldra barna í knattspyrnu um dekkjakurl á gervigrasvöllum. mbl.is/Golli

Foreldrar barna sem stunda knattspyrnu vilja að skipt verði um undirlag á gervigrasvöllum þar sem notast er við dekkjakurl.

Þetta er meðal þess sem kom fram á fjölmennum íbúafundi þar sem fulltrúar borgarinnar sátu fyrir svörum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Greint hefur verið frá því að krabbameinsvaldandi efni séu í kurlinu en ekki hefur tekist að sýna með óyggjandi hætti að það hafi áhrif á heilsu iðkenda. Viðmælendur á fundinum eru þó sammála um það að börnin eigi að njóta vafans. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vinnur nú að þingsályktunartillögu þess efnis að tekið verði á vandanum á landsvísu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert